Hér kemur piparkökuuppskrift frá dagheimilinu Sólhlíð sem ég var á frá 1995-1999
Piparkökur frá Sólhlíð
Innihald :
2 tsk sódaduft...(Matarsódi)
1,3 l (cirka. 800 gr) hveiti
1 og hálfur dl ljóst síróp
4 dl strásykur .../3dl+1 dl púðursykur
300 gr smjörlíki
2 tsk kanill
2 tsk engifer
2 tsk negull
3 egg
------- Sjá Glassúr neðst á síðu -------...(ekki nauðsynlegt)
Áhöld :
Skál.......desilítramál.......Pottur.......teskeið.......eldavél.......Piparkökuform (helst kalla)
Aðferð :
1. Blanda sódadufti saman við helming af hveitinu....(ofan í skálina)
2. Sjóða saman sírópið.sykurinn,smjörið og kryddið.....(í potti)
ATHUGASEMD : best er að mæla sírópið seinast svo að mælimálið klístrist ekki.
3. Setja blöndu úr skálinni saman við blöndu í potti.
4. Láta blönduna kólna í klukkustund.
5. Setja eggin og hveitiblöndu út í pottinn.
6. Hræra meira hveiti samanvið
7. Setja hveiti á borðið, síðan degið, og hnoða afganginn af hveitinu saman við.
8. Fletja út og skera út kökur
9. Bakað við 175-200 gráður C í 8-10 mín.
-----Gott er að láta deigið standa í ísskáp í sólarhring (-þetta gerir um 200 Litlar kökur.)
Glassúr :
2-3 dl flórsykur , 1 eggjahvíta , nokkrir dropa af ediki eða sítrónusafa , matarlitur.
Einnig er hægt að kaupa tilbúinn glassúr út í næstu kaupmannsbúð