20.01.2006 19:47Gamla Austurbæjarbíó gert uppGamla Austurbæjarbíó gert uppGamla Austurbæjarbíóið gengur nú í endurnýjun lífdaga. Verið er að gera húsið upp og við þá vinnu hefur ýmislegt komið í ljós. Til stendur að nýta húsið til ýmissa menningar- og listaviðburða. Margir muna eflaust eftir því þegar Kinks hélt tónleika í Austurbæjarbíói, eftir böllunum í Silfurtunglinu eða þegar Flowers tróðu þar upp. Saga Austurbæjarbíós er samofin menningarsögu Íslands á tuttugustu öld og því fór um marga hrollur þegar ákveðið var að rífa húsið og reisa þar íbúðar- og verslunarhúsnæði. Miklar deilur risu um afdrif hússins og nú hefur verið ákveðið að koma því í eins upprunalegt horf og hægt er. Eigendi hússins, Nýsir hf. hefur þegar hafið breytingar á húsinu og Ísmedía mun halda þar úti rekstri. Þrátt fyrir að vera sé að endurgera húsið þá iðar allt af lífi í Austurbæ og þegar við litum inn var leikhópur Verslunarskóla Íslands við æfingar. Til stendur að halda úti starfssemi í húsinu þrátt fyrir framkvæmdirnar. Meðal þess sem á að breyta í húsinu er kjallari þess. Til að byrja með þurfti að hreinsa þar út og þegar niður í kjallara var komið kom ýmislegt forvitnilegt í ljós. Þar úir allt og grúir af alls kyns gömlum munum eins og Wrigleys tyggigúmmí frá árinu 1954 og þegar gengið er inn eftir löngum dimmum göngunum undir húsinu má sjá gamlar filmur, kolakyndiklefa, forláta loftræstikerfi og sýningarvél sem er komin vel til ára sinna. Það er arkitektstofan Henning Larsen Tegnastue sem hafa veg og vanda af breytingunum en hún er meðal annars þekkt fyrir teikningu tónlistar- og ráðstefnuhússins Portus í Reykjavík. Flettingar í dag: 78 Gestir í dag: 38 Flettingar í gær: 8705 Gestir í gær: 82 Samtals flettingar: 220989 Samtals gestir: 26566 Tölur uppfærðar: 21.11.2024 11:02:16 |
clockhere clockhere
|
© 2024 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is